Líka hérna

Þetta er nú bara svona hérna líka! Reyndar hef ég ekki orðið vör við að þingið hafi skipt sér af málum en það eru þónokkur ár síðan þau boð voru látin út ganga í Engjaskóla að annað hvort væri öllum stelpum eða strákum boðið í afmæli eða engum! Krökkum var s.s. bannað að bjóða 3-5 bekkjarfélögum sínum í afmæli en ekki öllum. Þannig eru krakkar þvingaðir til að bjóða fólki í afmælin sín sem þeim jafnvel líkar ekki og eru ekki í vinskap við. Jafnvel krökkum sem hafa staðið að einelti. Annað hvort það eða hafa ekkert afmæli.

Ég náði að vaxa úr grasi án þess að vera boðið í hvert einasta afmæli sem haldið var í mínum bekk og held að krakkar verði bara að læra að þola það að stundum fá þeir ekki allt sem hinir fá. Skil reyndar ekki þessa áráttu núorðið að pakka börnum sífellt inní bómull þannig að þau þurfi aldrei að upplifa neitt neikvætt. Hvernig eiga þau þá að læra að takast á við tilveruna? Er hún ekki full af neikvæðum atburðum sem maður verður að takast á við og hrista af sér? Er það ekki hlutur foreldra að kenna börnum sínum að takast á við þá?


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú reyndar að í flestum skólum hér á landi sé það þannig að ef þú ætlar að dreifa boðskortum í skólanum þá verðiru að bjóða öllum, þ.e. annað hvort strákum eða stelpum en ef þú dreifir þeim utan skólans þá er þér að sjálfsögðu frjálst að bjóða þeim sem þú vilt... ekkert er ömurlegra fyrir barn en að vera trekk í trekk það eina sem ekki fær boðskort og það fyrir framan alla... mér finnst þetta sjálfsagðar og góðar reglur og með þeim er ekki verið að pakka börnum inn í bómul... þetta verndar börnin sem eiga erfitt félagslega fyrir og vona ég að þú sért sammála um að það sé nauðsynlegt. :)

Hanna (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:42

2 identicon

Ég er kennari og einnig móðir barns sem hefur verið eitt af þeim sem aldrei fær boðskort. Í okkar skóla (ekki míns barns) er reglan þannig að ef þú ætlar að bjóða öllum stelpum eða öllum strákum eða öllum bekknum þá máttu dreifa boðskortum í skólanum en ef aðeins fáum útvöldum þá dreifa börnin þeim boðskortum utan skólans, enda á skólinn að standa vörð um alla nemendur og gæta að líðan allra barna. Hvað mitt barn varðar þá hefur það stundum orðið vart við að flestum sé boðið nema honum og því finnst það mjög sárt og er aðeins til þess að undirstrika hve höllum fæti það stendur félagsleg í hópnum. Skólinn á sem slíkur ekki að skipta sér af þessu en þá á heldur ekki að ætlast til þess að börnin megi koma með þessi boðskort í skólann, halda á öllu þessu utan skólans.

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Anna Guðný

Ég er móðir barns sem hefur eins og þú segir Ragga verið skilið útundan í afmælumboðum.  En það sem gerðist var að við buðum þessum dreng  samt næst og hann kom. Og vitið menn, næst fékk minn líka boðskort.

Sem betur fer eru svo góðar aðstæður hjá mér að ég get boðið öllum bekkjarfélögum minna tveggja yngri. Grillveisla í skóginum. En þetta er ekkert mál lengur. Það koma ekkert allir og ekki allir bjóða honum. En við höldum ekkert bókhald yfir það.

Og eins og þú segir Hanna, við erum að vernda börnin.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 13:07

4 identicon

Vitið þið, ég hef enga reynslu af þessu, víst er það örugglega sárt ef barnið manns er aldrei boðið, en,,,,,,,,,,,,,,,, ég er eiginlega sammála þér Björg. Börnin þurfa líka að læra smá höfnun.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:39

5 identicon

Það er ekki málið...

 Málið er að þetta eru alltaf sömu einn til tveir nemendurnir. Í aðalnámskrá og lögum um grunnskóla kemur skýrt fram að ekki megi mismuna nemendum á nokkurn hátt. Hvað er það annað en mismunun að þurfa að horfa upp á ca 10 sinnum yfir veturinn að öllum í bekknum sé boðið nema þessu ákveðna barni.

 Að sjálfsögðu má afmælisbarnið bjóða þeim sem það vill utan skóla og finnst mér það alveg næg höfnun því barnið sem ekki var boðið heyrir alla tala um afmælið daginn eftir í skólanum.

Ég á ekki börn í þessari stöðu en hef unnið sem kennari í mörg ár og finnst þetta ein af sjálfsögðustu reglunum sem gilda í mínum skóla. Þetta er ekki ofverndun.

 Ég mæli hins vegar með því að þið sem finnst þetta ofverndun fáið að kíkja inn í skólastofur og kynnast börnunum sem eiga félagslega erfitt. Þið vitið þessum sem eru alltaf ein í frímínútum og er aldrei boðið í afmælin. Ég nánast lofa því að þið verðið annarrar skoðunar eftir það.

Það að vita að maður sé ekki boðinn er höfnun en að þurfa að horfa upp á það aftur og aftur fyrir framan allan bekkinn er mismunun!

Hanna (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband