20.7.2008 | 13:57
Viðbætur
Mér datt í hug að bæta örlítið við ferðasöguna góðu.
Inga benti mér réttilega á að hún var ekki með í upphafi ferðar. Hún var búin að vera í sveit hjá afa sínum í Snjóholti og við sóttum hana þangað. Hún missti s.s. af "skemmtuninni" þangað til.
Einnig rifjaðist upp fyrir mér að bíllinn okkar góði drakk verulega vel af bensíni. Svo verulega að stór hluti ferðarinnar fólst í að lesa á kort og reikna út fjarlægðir milli bensínstöðva til að tryggja að verða ekki bensínlaus einhvers staðar úti í óbyggðum. Það var t.d. smá áhættuatriði að komast frá Höfn til Egilsstaða. Ég man satt að segja ekki hvort við fórum inn á Djúpavog til að taka bensín en ég held þó ekki.
Sem betur fer kostaði bensínlítrinn ekkert miðað við það sem hann kostar núna en nóg kostaði þetta samt!
Athugasemdir
Mögnuð saga ,,, ég held að það hefði liðið langur tími í næsta ferðalag hjá mér ef ég hefði lent í þessu
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.