Handabönd

Hafiði tekið eftir því hvað það er gríðarlegur munur á hvernig kynin nota handabandið?

Strax eftirr grunnskóla eru strákar farnir að taka í spaðann hver á öðrum þegar þeir hittast á förnum vegi. Stelpur sem hittast segja almennt bara nett "hæ" svona yfir hópinn eða í áttina að þeim sem þær hitta. Ég held að við stelpurnar verðum að breyta þessu.

Í mínum huga er ekki spurning um að tengsl milli fólks sem tekur í höndina hvert á öðru verða mun sterkari heldur en þegar það kastar einhverri óformlegri kveðju eitthvað út í loftið. Ég er líka nærri viss um að þetta með handabandið er stór hluti, að minnsta kosti byrjunin, á því sterka tengslaneti sem karlar eru iðulega svo miklu duglegri við að koma sér upp en konur. Ég held að ef konur tækju meðvitaða ákvörðun um að taka oftar í höndina á viðmælendum sínum þá myndu þær fljótt finna fyrir breyttu viðmóti fólksins í kringum sig og jafnvel léttari róðri við að komast áfram í lífinu með fleiri og nánari tengla í kringum sig, svipað og karlar iðullega hafa.

Ég hef verið að reyna að bæta mig í þessu. Það er hins vegar ótrúlega erfitt. Einhverra hluta vegna er maður oftar en ekki ragur við að rétta út hendina að fyrra bragði. Af hverju veit ég ekki - ég hef enga ástæðu til að ætla að einhver myndi ekki vilja taka í spaðann á mér! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég hafði ekki pælt í þessu fyrr en ég las þetta hjá þér, en það er mikið til í þessu.

Mummi Guð, 25.7.2008 kl. 22:19

2 identicon

Veistu Björg, það er mikill sannleikur í þessu, hins vegar hvað mig varðar, þá tek ég oftar í hendina á fólki en að kasta hæinu út í loftið. Minn maður segir að ég þekki alltof mikið af fólki, ég tel að þessi leið að taka í hendina á fólki sé ástæðan fyrir því að ég þekki svo marga.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:23

3 identicon

Ég nota handabandið mjög mikið, bæði við þekkta og óþekkta. Og þegar ég hitti þig næst, þá færðu ekki bara handabandið, heldur líka stóran knús...hehe

Ingunn Björns (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 18:59

4 identicon

Ég hvorki heilsaði þér né kvaddi með handabandi í gær. Ég kvaddi þig bara ekki neitt....þannig að við þurfum að hittast fljótt aftur og heilsast þá aftur  með almennilegu handabandi. Verðum eiginlega að kveðjast tvisvar næst

Bylgja (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband