Hjólreiðar?

Það eru komin mislæg gatnamót við Voga og tvöföld Reykjanesbraut nánast frá Grindavík til Hafnarfjarðar. Allir gleðjast og eru lausir við langa og hættulega bið á hverjum morgni við að reyna að komast á Brautina til að fara til vinnu. Eða næstum allir gleðjast....

Þannig er að það er bannað að fara rampana út úr hringtorgunum og uppá Brautina á reiðhjólum! Við hvern einasta ramp er skilti sem bannar reiðhjól! Það má hjóla á Vogavegi og eftir því sem ég best veit er ekki bannað að fara eftir Brautinni á reiðhjóli en það er alveg harðbannað að fara þessa örfáu metra af Vogavegi yfir á Brautina!. Hvernig í ósköpunum getur staðið á þessu og hvernig samræmist þetta eiginlega allri hvatningunni undanfarið að nota hjólin meira?? Ég bara spyr Woundering

En ég nenni hins vegar alls ekki að skrifa um borgarmálin. Ég er bara fegin að búa ekki lengur í þessu skrípi sem á að heita Höfuðborg landsins.  Sick

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ertu orðin Amma Björg

Einar Bragi Bragason., 16.8.2008 kl. 01:26

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehe... já, svona á ská

Dóttir hans Sigga sem ég á hefðarrétt í varð mamma í júlí svo nú er ég n.k. amma. Það er rosa fínt!

Annars eru "börnin" mín orðin svo hundgömul (19 og 24 nú í haust) að það gæti alveg orðið einhvern tíma bráðum að maður yrði "ekta" amma. Vonandi verður nú samt smá bið á því... svona þeirra vegna!

Björg Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 07:16

3 Smámynd: Mummi Guð

Ég hef einmitt tekið eftir því að það er bannað að hjóla rampana þarna og finnst mér það fáránlegt og skil ekki af hverju ekki má hjóla þarna. Þetta er sennilega eini vegakaflinn á landinu sem ekki má hjóla á, ef undan er skilin Hvalfjarðargöngin og ég skil að það sé bannað að hjóla þar.

Vá hvað ég skil þig að nenna ekki að skrifa um borgarmálin. Þú skrifar bara þeim mun meira eftir nokkrar vikur eða mánuði við næstu borgarstjóraskipti!

Mummi Guð, 17.8.2008 kl. 08:55

4 identicon

Til lukku með veginn,,,,,, hef ekki séð þetta ennþá,,,, og,,,,,,,,,nenni ekki heldur að skrifa um borgarmálin, allt svo vitlaust finnst mér. take care.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:07

5 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Hvað a borgarmál annars, ha? 

Getur verið að til þess sé ætlast að maður leiði hjólið um rampana?, ég bara spyr svona í mislægragatnamótaleysinu hér í fásinninu.

Guðmundur Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Það stendur ekkert um að það megi leiða hjólin. Það stendur bara "engin reiðhjól hér, takk fyrir!"

Björg Árnadóttir, 18.8.2008 kl. 20:25

7 identicon

Þetta er náttúrulega eins fáránlegt og hægt er að hugsa sér...á tyllidögum tala menn um að fólk eigi að hreyfa sig því við erum að verða feitasta þjóð heims en hins vegar gerir ríkið lítið sem ekkert til að gera fólki kleift að hreyfa sig í daglegu lífi eins og t.d. með því að leggja hjólastígi meðfram vegum sem Vegagerðin sér um. Í Samgönguráðuneytinu er þetta varla til umræðu en mér skilst þó að leggja eigi hjólastíg um Hellisheiði á næstunni. Þetta er náttúrulega fráleitt og þegar við stefnum í offitufaraldur og heilsufarsleg vandamál eins og sykursýki 2 þá dregur ríkið lappirnar. Það gengur ekki að segja fólki að fara í "líkamsrækt" heldur þarf að auka hreyfingu okkar í dags daglega með hönnun mannvirkja og skipulagningu hverfa.

Ætla að leyfa mér að benda á grein um sambærileg mál sem birtist í Tímarit Hjartaheilla - Velferð á næstunni

Bylgja (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband