RÚV að svindla?

Í gær var auglýst bein útsending á Eurovison danskeppni. Þar sem ekki var um neitt auðugan garð að gresja í dagskrá sjónvarps og ég illa haldin af leti settist ég fyrir framan til að horfa á beinu útsendinguna. Svo kom upp bilun í útsendingunni og ég smellti mér á DR1 (Danmarks Radio) til að missa ekki af tangónum hjá Finnum, en viti menn; Danir voru í óða önn að afgreiða stigagjöfina!!

Beina útsendingin var s.s. ekki beinni en svo að hún var sýnd ca. 30-40 mínútum eftir rauntíma hér heima. Skiptir svosem engu máli en.... annað hvort er útsending bein eða ekki. Ég sé boltabullur í anda sætta sig við svona svindl! Smile

Þetta minnti mig helst á þegar litlir krakkar skrökva um eitthvað sem skiptir engu máli. Til hvers að segja útsendinguna beina þegar hún er það ekki? Það skipti í þessu tilfelli ekki hinu minnsta máli svo til hvers að sýnast vera eitthvað annað en rétt er? Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat !!

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband