Hver ræður?

Ég er svolítið bit einmitt núna. Heyrði í útvarpinu í dag bút úr viðtali við annað hvort viðskipta- eða fjármálaráðherra. Er ekki alveg viss hvort en held samt að það hafi verið viðskiptaráðherra. Hann sagði eitthvað á þessa leið:

"Næstu daga verður mikil vinna að endurskoða fjárlög ríkisins til þess að þau endurspegli verðbólgumarkmið Seðlabanka."

Er það ekki ríkisstjórnin sem á að setja stefnuna í efnahagsmálum og Seðlabankinn að styðja hana? Er það virkilega orðið eðlilegt og viðurkennt að Seðlabankastjórn sé yfir Ríkissjórnina sett? Þarf alþýðan að finna út einhverja aðferð til að stjórna ráðningum Seðlabankastjóra ef þau vilja hafa áhrif á stjórn landsins. Því ef þetta er rétt að ríkið þurfi að laga sig að markmiðum seðlabankans þá skiptir engu máli hvað við kjósum því það eru karlarnir í brúnni á Seðlabankanum sem ráða!

Fjandinn fjarri mér ef ég er sátt við það!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagði einhver að Dabbi væri hættur að stjórna?

hurru, koddu á facebook, skráðu þig inn,,, þarna er haugur af gömlum skólafélögum sem gaman er að hitta.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Komin á Facebook. Er bara eitthvað tregari en hinir í skráningum!  Hvaða árgangur erum við eiginlega?? Er verið að tala um árið sem maður útskrifast úr Garðaskóla, Flataskóla eða FB? Eða kannski árið sem maður fæddist? Ég prófaði ýmsar útgáfur og reyndi svo líka að leita að öllum þessum skólafélögum sem ég var búin að heyra um.....Nada!!

Ég þarf að finna einhvern facebook-útskrifaðan til að bjarga mér!

Björg Árnadóttir, 1.10.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Sástu ekki myndina?

Davíð við stýrið, GeirHarður við hlið hans (stundum kallað dauðasætið) og Mattísen í aftursætinu.  Þarf frekar vitnanna við?

Guðmundur Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Mummi Guð

Nákvæmlega. Myndin er mjög lýsandi um stjórnvöld í dag. Gott ef Björgvin og Össur hafi ekki verið í skottinu!

Mummi Guð, 2.10.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband