Snúum bökum saman!

Undanfarna daga hefur hver silkihúfan á fætur annari talað í útvarpið um að nú verði allir að snúa bökum saman til að vinna bug á ástandinu sem hrjáir okkur þessa dagana. Ég er sammála því. 

En hvað er Borgin eiginlega að hugsa með því að ganga frá tveimur stórum samningum við erlenda aðila rétt í miðjum fjöldauppsögnum, gjalddeyrisskorti og öllu því sem nú gengur á?  Er það bara rekstrarniðurstaðan sem skiptir máli? Er siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð engin?

Ætli eitthvert séníið hjá Borginni hafi tekið með í reikninginn hvað þeir eru lengi að eyða 30 millunum sem þeir spara á öðru verkinu með því að selja það úr landi í að borga byggingaverkamönnum atvinnuleysisbætur?

Allavega er klárt að Borgin er ekki með í pakkanum um að Snúa bökum saman!Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Þú veist hvernig þetta er, þegar allir eiga að standa saman þá virkar það bara í orðum hjá þeim sem stjórna, en á borði hjá þeim sem minna mega sín.

Mummi Guð, 5.10.2008 kl. 00:56

2 identicon

Þetta er nú kannski aðeins flóknara. Við getum bókað að þessi samningur við fyrirtækið í Litháen var í burðarliðnum löngu áður en allt fór hér til fjandans í vikunni og samningsrof kosta líka mikið.

Þegar við erum komin í Evrópusambandið þá munum við eignast þingmann/konur á þinginu og hafa eitthvað að segja um reglur og lög Evrópusambandsins. Núna fáum við einhliða tilskipanir sem við verðum að fara eftir

Bylgja (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Já Bylgja, ég er viss um það. En ég er líka viss um að þegar ekki munar nema 30 millum á tilboðsfjárhæð þá er það ekki ástæða til að flytja verkið úr landi. Hins vegar er erfiðara að líta framhjá 200 milljóna kr. mun.

Vissulega er líka rétt að það væri betra að hafa eitthvað að segja um hvað er samþykkt eða hafna hjá ES. En hvernig einhverjum datt í hug að skrifa uppá að við værum tilneydd að taka upp alls kyns tilskipanir án umsagnar, skil ég bara alls ekki. Reyndar hef ég líka orðið vitni að því að íslenska regluverkið hefur átt það til að oftúlka eða túlka mjög þröngt reglurnar sem koma frá ES þannig að stundum er við okkar eigin embættismenn að sakast en ekki ES.

Björg Árnadóttir, 5.10.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband