Leikhúsferð

Fór í Borgarleikhúsið áðan að sjá Fýsn.

Tvennt jákvætt við þá ferð: Ég borgaði ekkert fyrir miðana og það var ekkert hlé þannig að ég sá allt stykkið. Ég hefði s.s. áreiðanlega farið út í hléi ef það hefði verið hægt.

Þegar ég var svo að rífa niður stykkið við karlinn minn áðan fórum við nú að hugsa þetta aftur á aðeins jákvæðari nótum: Eiginlega er leikritið sjálft ekki alslæmt. Hins vegar er uppsetningin hroðaleg. Ferleg notkun á stórskrýtnum hljóðum, teygt á verkinu útí hið óendanlega og allt gert eins framúrstefnulegt og artífartí og mögulegt er. Ég hugsa að þetta gæti sómt sér ágætlega sem helmingi styttri einþáttungur settur upp á einhvern sæmilega venjulegan máta. Þá hefði maður kannski náð einhverjum tengslum við verkið. Efnið reyndar andstyggilegt en það er nú svo margt þannig.

En niðurstaðan er s.s. sú með þessa sýningu að venjulegt sænskt vandamáladrama af bestu (verstu!) gerð kemst varla í hálfkvisti við þessa sýningu. Gott að koma heim og horfa á ameríska froðu beint á eftir! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Þá veit ég hvað á ekki að sjá á næstunni.

Ég fór reyndar um daginn á Fló á skinni og það var bara fyndið og flott stykki.

Mummi Guð, 19.10.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Kannast við þessa tilfinningu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.10.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband