Gleðileg jól!

IMG_0786Það fór eitthvað lítið fyrir jólakortasendingum fyrir þessi jól. Þess í stað óska ég ykkur öllum þarna úti gleðilegra jóla og vona að allir hafi það sem allra best, hver á sinn hátt yfir hátíðarnar.

Ég er búin að vinna út í eitt undanfarið þannig að jólaundirbúningur var af frekar skornum skammti. Þó tókst að setja upp jólatré aðfararnótt aðfangadags og í gær var reddað því helsta sem til þurfti hér innanhúss. Maturinn lukkaðist frábærlega og aldrei þessu vant át ég ekki mér til óbóta. Góð tilbreyting! Smile

Pakkarnir voru ákaflega vel heppnaðir. Krakkarnir (þessi 19 og 24 ára gömlu!) voru alsæl með það sem þau fengu og er gaman að sjá að þrátt fyrir að maður hafi ekki leyft sér sama íburð og stundum áður þá varð gleðin síst minni en oft áður. Reyndar hef ég sjaldan séð þau eins himinlifandi ánægð og Hrönn varð með nýja sæng og kodda og Árni Þór með bók og kuldahanska. Það sýnir manni og sannar einu sinni enn að það þarf ekki endilega að eyða hálfum ríkisfjárlögum til þess að gleðja sína nánustu. Kvöldið varð sem sagt ákaflega afslappað og notalegt.

Í morgun rauk Siggi á fætur og fór í eldhúsið og gekk frá því sem eftir var frá borðhaldinu í gær. Hann fær sko helling af prikum frá mér fyrir það. Nú ætla ég fram til hans og sitja með honum í afslöppum í stofunni í smá tíma. Rétt um hádegið röltum við okkur svo yfir til Hjartar bróður því hann tók að sér að vera með jólahangikjötið þetta árið. Vonandi að veður og færð sé ekki verri en svo að mamma og pabbi komist klakklaust til okkar. Á morgun verður svo hjá okkur hið árlega jólaboð fjölskyldunnar hans Sigga og þá verður líklega meira fjör því nú eru í fyrsta sinn 2 ný börn auk allra hinna sem hafa nú verið að fullorðnast undanfarið. Verður gaman að hafa litla kúta með aftur. Smile

Enn og aftur, gleðileg jól öll, vinir mínir, og ég vona að þið eigið sem notalegust jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll.

Gleðileg jól, takk fyrir kortið.  Biðjum að heilsa öllum, verðum með ykkur í anda og vonumst eftir fullt af myndum úr boðinu.  Kannski sendi ég mynd af okkur í jólafötunum við jólatréð svo að við getum verið hjá ykkur.

Kveðja og bless.

Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Mummi Guð

Gleðileg jól

Mummi Guð, 26.12.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband