6.1.2009 | 20:57
Aftur til hversdagsins
Nú er komið að því að flestir taka niður jólaskrautið og slökkva jólaljósin. Börnin mín, 19 og 24 ára gömul byrja aftur í skólanum í fyrramálið og svei mér þá ef þau eru ekki bara spennt!
Hversdagurinn er framundan með sínu venjulega brauðstriti með töluvert dekkri undirtón en maður á að venjast. Ég varð því ekki hissa þegar ég sá í sjónvarpinu niðurstöður einhverrar könnunar sem sagði að stærsti hluti íslendinga telur að þetta splunkunýja ár verði þeim erfiðara fjárhagslega en það sem var að líða. Ég var eiginlega meira hissa á að það teldist frétt!
Þó svo að það sé að mörgu leiti gott að komast aftur í hversdaginn, taka upp gamla rútínu og sofa og borða í sæmilega eðlilegu mynstri þá verður hann skrambans ári dimmur þegar enginn snjórinn er til að auka birtuna. Ég held því að það fái að lifa hjá mér einhver jólaljós svolítið áfram.
Athugasemdir
Já, nú er komið að því að taka niður skrautið. Ég hef heyrt marga tala um það að leyfa því að vera fram yfir helgi. Ég hugsa að ég teygji þetta eitthvað lengur, allavega ljósin í gluggunum þó jólatréð víki. Er reyndar með gervitré sem kemur eins og gamall vinur ofan af háalofti hver jól og yljar okkur þessa daga. Þegar svona er dimmt í veðri tek ég niður skrautið með trega. Þó sérstaklega ljósin. Eigum við ekki bara að halda ljósunum örlítið lengur? Ég held það! Knús og kveðjur í Vogana.
Sigurlaug B. Gröndal, 6.1.2009 kl. 22:55
æji hvað ég tek undir þetta með ykkur - ég tók jólin niður með trega í ár! yfirleitt er ég komin með leið á öllu skrauti í byrjun nýs árs. En ekki núna.
en mikið er ég sammála þér Björg, mér fannst það varla geta talist frétt að fólk teldi árið vera svart... döhhhhh
Svo verður bara að kma í ljós hversu svart það verður!
Erla Ösp (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.