26.1.2009 | 13:35
Þá er hún farin
Loksins er hún farin frá.
Svo einkennilega vill til að aldrei þessu vant er ég sammála Ingibjörgu Sólrúnu. Ég hefði verið sátt við Jóhönnu í forsvari fyrir stjórn fram að kosningum. Ekki af því ég sé sammála hennar hugsjónum eða stefnumálum, heldur vegna þess að ég held að það efist enginn um heilindi hennar. Hún er trú sínum hugsjónum, er forkur til vinnu og ég held hún líði ekki spillingu og aumingjagang hjá sínu fólki. Hún væri því fín í endurskoðun og tiltekt ásamt því að keyra málin áfram næstu vikur.
Að auki er hún einn fárra stjórnmálamanna sem hefur alla tíð frekar hugsað um fjölskyldurnar en fyrirtækin.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála þessari skoðun þinni.
Elvar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.