Dónaskapur, valdhroki og njósnir

Getur einhver sagt mér hvaða þjónustu viðskiptabankarnir veita, sem kallar á að viðskiptavinir afhendi þeim greiðslukvittanir að áskriftagjöldum að Stöð 2, leikskólakostnaði, kreditkorta- og símareikningum?

 

Eftir því sem ég best veit selja þeir alls enga slíka þjónustu en samt sem áður eru þetta gögn ásamt fullt af öðrum sem þeir fara fram á að fá afhent ef maður gerist svo djarfur að óska eftir því að fjölga afborgunum af  eins og einu láni. Ef þið trúið mér ekki skulið þið bara skoða þetta:

Eins og þarna sést þarf líka að áætla og sundurliða allan rekstrarkostnað heimilisins þ.á.m. lækniskostnað.

Hvernig dettur einhverjum í hug að það sé sjálfsagt og eðlilegt að kalla eftir svona persónulegum gögnum frá fólki? Þetta er langt, langt umfram það sem maður gefur upp á skattskýrslunni sinni og þykir þó mörgum nóg um þar! Hvaða tilgangi geta þessar dónalegu persónunjósnir eiginlega þjónað?

 

Hvað á fólk sem er orðið veikt fyrir eftir erfiðleika í sambandi við atvinnumissi og fjárhagsvandræði að gera? Á það að kyngja þessum dónaskap og lúta þessu níðíngsvaldi bankanna og láta þeim þessi gögn í té í von um örlítinn frest á skuldunum - Svona fyrst þeir eru nú búnir að hafa af fólki spariféð og beint og óbeint vinnuna?

 

Fyrst þegar ég sá þetta dæsti ég og hugsaði með hryllingi til þess að þurfa að eyða ómældum tíma í að finna til þessi gögn. Svo varð ég reið. Ég varð svo reið að ég, í fyrsta skipti á ævinni, kvartaði við opinbera stofnun, Persónuvernd. Ég sagði þeim allt af létta í símann. Svarið sem ég fékk frá þeim var einfalt: „Þetta er langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist. Vinsamlegast sendu okkur formlegt erindi.“ Það mun ég gera í fyrramálið.

 

Ég er líka búin að ákveða að ég ætla ekki að afhenda þessi gögn. Sama hver fjárinn gengur á. Ég er búin að gefa bankanum heimild til að skoða skuldastöðu mína í öðrum bönkum. Það verður að duga þeim til að samþykkja eða hafna þessari einföldu beiðni. Ég ætla EKKI að afhenda þeim eitt einasta afrit af nokkrum sköpuðum hlut. Ef þeir segja nei við þessari greiðsluskilmálabreytingu þá verður bara að hafa það. Þeir eignast þá bara hús í Vogunum fyrr en við var að búast.

 

Fjandinn hafi það – ég er reið!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að hafa samband við Persónuvernd. Fáránlegt!

Til hamingju með daginn

Bylgja (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:06

2 identicon

Fyrr má nú aldeilis vilja vita eitthvað, og hvað ætlar svo bankinn að gera við allar þessar upplýsingar!!!!

En til hamingju með daginn annars 

Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 17:27

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

góð

Einar Bragi Bragason., 9.2.2009 kl. 16:24

4 identicon

Já takk fyrir. Endilega að berjast, ég dáist að slíku fólki. knús á þig

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband