10.2.2009 | 20:06
Vargar í Vogum
Það býr kraftmikið fólk í Vogunum.
Þeir sem lesa pistlana mína vita að ég er í smá slag við Kaupþing. Slagurinn er ekki búinn en ég virðist vera að vinna fyrstu lotu.
Svo er það þessi nágranni minn sem ég þekki ekki neitt sem líka er í slag við bankakerfið. Hann ætlar ekki heldur að borga ólöglegar og óutskýrðar kröfur frá bankanum sem hann skiptir við. Hér má sjá fréttina um hann: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item250348/
Vonandi að fleiri rísi upp og standi gegn þessu kerfi sem hefur stýrt okkur til glötunar undanfarin ár.
Athugasemdir
Það er rétt að láta rannsóknarnefnd alþingis vita af málinu eða sérstakan saksóknara í bankamálunum vita af þessu
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 10.2.2009 kl. 20:25
Þið standið ykkkur helvíti vel Björg, geri aðrir betur.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.