Fuglarnir mínir

Eftir að ég flutti í Vogana hef ég kynnst fuglum meira og náið en áður.

smafuglar.jpgÁ hverju vori hefur viðdvöl hjá mér eitt Lóupar. Þau koma í garðinn minn og næra sig þar í nokkra daga allt upp í tvær vikur á hverju vori. Í fyrra var ég með tómt rask og leiðindi i garðinum einmitt þegar þau birtust þannig að þau létu sig hverfa fyrr en venjulega. Ég vona að þau komi samt til mín aftur í vor - ég lofa að vera góð við þau núna.

Svo fá fuglarnir að borða í garðinum mínum á veturna. Fyrst var ég að gefa þeim eitthvert brúnt korn sem ég keypti sem fuglafóður en enginn fugl lítur við því. Þannig að þá voru góð ráð dýr og ég eyddi fullt af brauði í að fóðra þá. Svo fann ég fuglafóður sem var eingöngu mulinn maís og þá vorum við fuglarnir loksins að tala saman! Undanfarna tvo vetur hef ég fóðrað fuglana mína á þessum mulda maís ásamt öllum þeim brauðafgöngum sem hafa fallið til á heimilinu. Þetta hefur glatt Starrana og heilan helling af Snjótittlingum sem hafa heimsótt garðinn minn.

Snjótittlingar í garðinum mínumÍ morgun datt mér svo það snjallræði í hug að henda ekki hálfónýtum ávöxtum heldur að brytja þá niður á disk og setja út í garð. Lét brauðmylsnu reyndar fylgja með.  Ávextirnir kölluðu á nýja gesti. Núna birtust allt í einu þessir fínu Þrestir sem hoppuðu um allan garð með ávextina og mokuðu þeim í sig! Þeir voru líka margfalt spakari en litlu Snjótittlingarnir sem flögra upp við minnstu hreyfingu innanhúss. Mjög skemmtilegt að fylgjast með fuglunum og sjá að þeir hafa greynilega skoðun á því hvað sé matur og hvað ekki, allt eftir tegundum.

Allir að muna eftir smáfuglunum núna þegar kalt er og snjóar!

Annars er ég að spá í að fara að prjóna lopapeysur......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband