Andstæður

Í þessari frétt eru andstæður.

Ráðherran talar í sömu setningu um uppbyggingu og niðurskurð á sömu starfsemi. Gengur ekki.

Ráðherran sjálfur er andstæður: Hann er formaður stéttarfélagsins sem semur við ráðherrann um launakjör. Eitthvað skrýtið við það.

Starfsöryggi og niðurskurður er líka andstætt. Niðurskurður kallar nánast alltaf á uppsagnir og þá er starfsöryggið farið.

Mesta andstæðan og skrýtnast er þó að það skuli líðast að formaður BSRB sé ráðherra eða að ráðherra sé formaður BSRB allt eftir því hvernig fólk vill horfa á það.


mbl.is Ögmundur: Viðfangsefnið er tröllaukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

1. Ögmundur er ekki starfandi formaður BSRB meðan hann situr sem ráðherra

2. BSRB gerir ekki kjarasamninga við ráðherra og aðra embættismenn heldur sérstök kjaranefnd.

3. Ögmundur er að benda á mótsögnina sem felst í því að skera niður í heilbrigðisgeiranum á sma tíma og menn eru að leita að lausnum í atvinnumálum.

Andrés Kristjánsson, 19.3.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

1. Starfandi eða ekki... hann er formaður.

2. Launanefndin hefur sitt umboð frá ráðherra i.e. BSRB semur við ráðherra þó óbeint sé.

3. Ögmundur þarf ekki að benda á mósögnina. Hún hrópar í allar áttir.

Björg Árnadóttir, 19.3.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband