Til sölu

LopapilsTil að stytta daginn og vera að einhverju gagni við eitthvað annað en að sinna heimilisstörfum er ég farin að prjóna til að selja. Handprjónasambandið vill kaupa en ég vil heldur selja þetta sjálf. Þá fæ ég örlítið meira fyrir vinnuna og kaupandinn fær vöruna á lægra verði en úr búðinni.

Frumraunin er þetta pils hér til hliðar. Er komin af stað með annað ívið minna pils með aðallitinn ljósgráan.

Ef einhver hefur áhuga þá endilega hafiði samband. Ég get líka prjónað eftir pöntunun.

 

 

E.S. Er búin með gráa pilsið sem ég nefndi hér fyrir ofan og setti inn mynd af þeim báðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott pils hjá þér. Hvað kostar svona flík?

Bylgja (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:59

2 identicon

Svakalega flott hjá þér Björg!

Erla Ösp (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 11:26

3 identicon

Heyrðu, gætir þú gert barna skokka? s,s, ermalausar peysur með bekk og niður á mið læri? á 5 ára og 4 ára, fyrir næsta vetur?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:37

4 identicon

ahhh,,, þú ert svo dugleg Björg

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:37

5 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Á hvern er að treysta nema mann sjálfan?

Guðmundur Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband