Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
4.11.2008 | 21:23
Helgin
Búin að fá mig pakksadda af ógeðisfréttum og umræðum um þær svo ég ætla að taka saman helgina:
Við systurnar keyptum í vikunni 1/2 nautsskrokk af mömmu og pabba. Þegar við vorum að ganga frá kjötinu urðum við sammála um að það væri alveg tilvalið að prófa kjötið sem allra fyrst og ákváðum að grilla það saman á laugardagskvöldið. Frábær hugmynd!
Siggi og Hrönn voru að vinna á laugardag. Þegar Hrönn kom heim dressaði hún sig upp í grímubúning til að fara í Halloween partý til Hönnu og Mortens þar sem hún gisti svo á eftir. Við Siggi og Árni Þór fórum hins vegar hérna yfir götuna í grill og fleira góðgæti hjá Hildi og Sigga.
Siggi hennar Hildar sá um eldamennskuna að mestu leiti. Við komum með eitthvað af kjötinu og ég útbjó fyllta sveppi og svo lögðum við reynar með okkur líka smá borðvín sem við reyndar komumst aldrei til að drekka. Með kjötinu voru fyrrnefndir sveppir, ferskt salat, fetaostur, tvær teg af kartöflum, ólífubrauð og eitthvað fleira sem ég man ekki eftir. Þegar við vorum búin að melta þetta smá stund var svo borið fram créme brulé. Ferlega gott!
Fyrir utan allan matinn sem við átum þá sátum við og spjölluðum og hlógum allt kvöldið þangað til um miðnætti þegar allir voru búnir að fá nóg. Rosalega mátulegt og skemmtilegt.
Á sunnudeginum var ákveðið að baka pönnukökur. Hrönn kom heim og Hanna og Heiða komu stuttu seinna með Tristan. Þær voru nú ekkert ofursprækar eftir skemmtunina kvöldið á undan. Reyndar voru Hanna og Hrönn vara þreyttar en Heiða var.... ja, hún svaf mjög vært í sófanum eftir pönnsurnar! Hildur og Siggi röltu líka yfir með stelpurnar og fengu sér pönnsur.
Tristan stækkar og stækkar og heldur áfram að vera myndarlegur. Ungbarnabílstóllinn sem á að duga þar til börn eru ca. 6 mánaða er að verða of lítill þó guttinn sé rétt tæpra 4 mánaða. Ég steingleymdi að taka mynd af honum en set inn mynd næst þegar ég fæ góða.
Helgin var s.s. bara ljómandi notaleg með vinum og fjölskyldu. Vona að þannig hafi verið hjá fleirum.
29.8.2008 | 21:45
Lífið er hverfult
Í kvöld fékk ég smá kinnhest. Ekki alvöru, heldur leið mér bara þannig.
Tengdapabbi hringdi og tilkynnti okkur að hálfbróðir Sigga hefði í dag misst nýfædda dóttur sína. Hún varð bara fjögurra daga gömul. Átti víst ekki mikla möguleika í lífinu vegna fæðingargalla.
Við höfum notið blessunar við Siggi. Okkar erfiðustu viðfangsefni hafa verið að tjónka við óþekkt og duttlunga barnanna okkar. Þau eru hins vegar öll heilsuhraust og nú eigum við lítið afabarn sem líka er fullkomið.
Í sjálfselsku minni gleðst ég yfir gæfu minni hingað til. En ég hugsa líka og syrgi með Einari og litlu fjölskyldunni sem á svo óskaplega bágt. Ég hugsa líka til ykkar allra þarna úti sem hafið þurft að takast á við hverfulleika tilverunnar og ekki verið jafn lánsöm og ég.
23.8.2008 | 21:12
Nafnið komið á drenginn!
Jæja, í dag var litli afastrákurinn skírður. Athöfnin var í Grindavíkurkirkju og síðan var veislukaffi í safnaðarheimilinu strax á eftir. Þetta slagaði hátt í góða fermingarveislu, fullt af kökum og öðrum kræsingum!
Hér er svo mynd af "öfgunum" (afleiða af orðinu "feðgar") sem ég tók í gær þegar þau stoppuðu við hjá okkur því aðalmaðurinn gat ekki beðið þangað til í Grindavík með að fá sopann sinn.
Fyrst er sá eldri, Guðvarður Sigurður Pétursson og síðan sá nýnefndi, Tristan Alexander Mortensson Szmiedowicz. Glæsilegir karlar báðir tveir.
Svo er það bara boltinn í fyrramálið..... ÁFRAM ÍSLAND!!!