31.7.2007 | 17:00
Ég og rigningin
Ég hef iðullega haldið því fram, og hef styrkst í trúnni síðustu daga, að um leið og ég fari í frí byrji að rigna.
Vissulega hefur staðan stundum verið sú að það hefur rignt hvort sem ég hef verið í fríi eða ekki. Á móti kemur að ég man bara eftir einu skipti sem ég hef verið í sumarfríi og ekki hefur rignt. Það var sumarið 2004 þegar hvílík hitabylgja lagðist yfir landið að öðru eins hafði fólk af minni kynslóð varla kynnst. Ég vil ekki fullyrða að fólk eldra en ég hafi ekki kynnst betra veðri því í frásögnum þeirra virðist hafa verið endalaus blíða sumarlangt alla þeirra æsku.
Eins og þeir sem lesa þetta geta séð á veðrinu er ég komin í sumarfrí. Rigningaveðrið er skollið á og sér ekki fyrir endann á því. Rok fylgir með sem er öllu verra. Ég ætla samt í ferðalag! Ég verð kannski ekki eins mikið á hálendinu og ætlað var og reyni að forðast mesta rokið en segi bara eins og karlinn forðum: Út vil ek!
Athugasemdir
Já, svona er þetta.
Ég tók einu sinni upp á því að fylgjast reglulega með veðurfréttum í sjónvarpinu. En þegar ég sá að það eru yfirleitt lægðir í biðröð rétt hjá landinu þá hætti ég því. Ég sagði við sjálfan mig,"'Þetta er bara svona." Eftir það hætti ég að mestu að hugsa um veðrið. Maður nýtur þess auðvitað þegar veðrið er gott, en ef Íslendingar létu slæmt veður aftra sér færu þeir aldrei út úr húsi.
Gott hjá þér að skella þér út á land!
Wilhelm Emilsson, 31.7.2007 kl. 22:59
ertu þá fyrir austan núna hér er grenjandi
Einar Bragi Bragason., 1.8.2007 kl. 00:37
hmmmm,,,,, Björg, farðu aftur að vinna fram yfir helgi, þá máttu fara í frí en þá er ég byrjuð aftur að vinna .
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 14:16
Það var lagið! Það er um að gera að klæða sig vel. Slæm upplifun af ferðalögum hér heima svo sem útlegum má í flestum tilvikum kenna vanbúnaði þ.e. vantaði stígvélin, kuldagallann, regngallann eða bara að fara rétt úbúinn með réttu hugarfari. Við erum svo skrítnir íslendingar að við krefjumst Majorca veðurs hér á þessari breiddargráðu og erum ekki ánægð fyrr en sólin skín með tæplega 20 stiga hita dag eftir dag. Það er bara bónus! Það er fátt skemmtilegra en að ferðast um landið, vel út búinn, hvort sem er í tjaldi eða öðru og skoða landið. Upp með bomsurnar Björg mín og góða ferð!
Sigurlaug B. Gröndal, 2.8.2007 kl. 12:33
Þetta er alveg hárrétt athugað hjá þér, Sigurlaug. Gott veður er bónus á Íslandi. Að búast við Majorcaveðri á þessar breiddargráðu er óskhyggja sem endar bara í svekkelsi.
Wilhelm Emilsson, 2.8.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.