Óveðursdugnaður

Ég hafði ákveðið að stunda ekki launaða vinnu í dag en ætlaði að eyða deginum í "ekki neitt". Þetta ekki neitt var að fara í Bóksölu stúdenta, Bónus, Smáralindina, Elko og eitthvað fleira smálegt sem tengist jólum og jólaundirbúningi. Vegna veðurs var ákveðið að snúa við öllum áætlunum. Sennilega geri ég bara "ekki neitt" á morgun.

Þess í stað er ég búin að standa í eldhúsinu frá kl. 8 í morgun og baka 6 tertubotna og eina sort af smákökum. Mér finnst ég ótrúlega dugleg og verð bara að segja frá þessu!  Eftir hádegi ætla ég að reyna að pússa ljósakrónuna og gera svolítið hreint inni hjá mér. Grin

Mér heyrist veðrið eitthvað að vera að ganga niður svo bráðum fer ég kannski að hætta mér út fyrir dyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er aldeilis! Naumast krafturinn. Þú verðu búin að öllu í dag. Ég er nú ekki alveg svona aktív. Er að vinna hérna heima. Sit við lappann. Komst ekki til vinnu vegna veðurs, ég reyni ekki aftur að fara yfir Þrengslin í svona veðri, lenti þvílíku veðri á mánudagskvöldinu. Tveir bílar höfðu farið út af veginum. Það gengur hálfilla að koma kraftgírnum í gang. Geturðu ekki sent mér smá aktívitet svona með hugskeyti Björg  mín, mér veitti ekki af því.

Sigurlaug B. Gröndal, 14.12.2007 kl. 12:29

2 identicon

Dugleg stelpa !!!, ég afrekaði að skrifa yfir 40 jólakort og eru þau tilbúin til póstlagningar. Ætla reyndar að fara að hræra í marengsbotna núna . Take care honí

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:43

3 identicon

Sælar.

Pabbi var að segja mér fréttir.  Þú veist hvað ég á við.  En annars varstu voðalega dugleg, duglegri en ég sem er bara búin að liggja í skólabókum, seinasta prófið í dag, núna mega jólin bara fara skella á, en ekki fyrr en eftir helgi samt, er að vinna um helgina, svo fara í skóginn til pabba að sækja jólatré.  Kveðjur til heimilisfólks, jólakortin eru alveg að verða tilbúin líka, bara allt að verða klárt.

Kristin (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband