Aðventutónleikar Frostrósa

Ég og karlinn skelltum okkur á aðventutónleika Frostrósa. Við fórum á sunnudagskvöldið sem mér skilst að hafi verið 3. og síðustu tónleikarnir.

Tónleikarnir voru svosem ágætir en ég fer ekki aftur á næsta ári. Ég fór kannski með rangar hugmyndir í kollinum en ég var s.s. að sækjast eftir jóla- og aðventustemmingu. Stærstan hluta tónleikana, sérstaklega fyrir hlé, var mikið nær að stemmingin minnti á rokktónleika. Nánast öll lög voru í rosalega stórum og mikilfenglegum útsetningum þannig að í raun voru útsetningarnar að yfirgnæfa lögin. Eitt lag fyrir hlé stóð algerlega uppúr en þá fluttu dívurnar fjórar eitt lag án undirleiks og gerðu það virkilega vel.

Ég er mjög hrifnæm á tónleikum og skelf iðulega úr kulda (fæ svo mikinn hroll þegar ég heyri eitthvað fallegt) eða ég háskæli. Nú eða að ég geri hvort tveggja. Á þessum tónleikum táraðist ég aðeins einu sinni og varð aldrei kalt. Það var við flutninginn á Frá ljósanna hásal. Það er nú líka varla hægt að klúðra því.

Skrýtnast af öllu fannst mér að Fóstbræður væru eingöngu notaðir í bakraddir. Þessi rosalega flotti kór flutti ekki eitt einasta lag! Ekki eitt einasta!! Alger skandall finnst mér.

Annars var öll umgerð rosa flott og falleg. Sviðið var glæsilegt og öll framkvæmdin. Reyndar voru ljósameistarar aðeins úti á túni því nokkur spotlight sem flökkuðu um sviðið lyftust svo mikið fram í sal að þau skinu beint í augun á tónleikagestum. Ég sá oft stjörnur eftir að hafa fengið þetta í augun. Samt var ég á 13. bekk.

Ætli ég segi ekki bara að mér finnist tónleikarnir of "pródúseraðir". það vantaði alla tilfinningu og öll jól í þessa tónleika. Ég ætla að spara mér þessa þúsundkalla á næsta ári. Meiri jól á tónleikum hjá einhverjum litlum sætum kór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Við fórum á Frostrósa tónleika í kirkjunni á Egilsstöðum.  Mjög flott, voru með 4 hljóðfæraleikara og 1 tenór, Gunnar Guðbjörnsson, hann kom þrisvar fram, annars bara þær, enginn hávaði eða stórar hljómsveitaútsetningar.  Margrét Eir best, fannst mér en allar eru þær góðar hver á sinn hátt.

Kveðja,

Kristín

Kristin (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

heyrði það sama og kristín hér fyrir ofan skrifaði.

Einar Bragi Bragason., 19.12.2007 kl. 00:13

3 identicon

Ég er alltaf vör um mig þegar eitthvað er auglýst svona hrikalega eins og þessar ofmetnu rósir. Fór í Hallgrímskirkju þegar þær voru þar fyrir nokkrum árum og voru það eintóm vonbrigði.

Á sunnudaginn fór ég með vinkonu minni á aðventutónleika Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju og það voru engin vonbrigðir. Frábær tónlist, söngur, hljómur, lög, flutningur og yndisleg stund sem við áttum. Ekkert ofhlaðið drasl. Mæli með þeim...kostaði 3000.

Bylgja (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband