Börn í auglýsingum

Það er öðru hvoru talað um að takmarka eða banna auglýsingar sem beint er að börnum. En hvað með notkun barna í auglýsingum? Það fer ótrúlega í taugarnar á mér þegar börn eru notuð til að auglýsa ótrúlegustu hluti!

Í kvöld er ég búin að heyra eitt barn segja hvað það sé óskaplega notalegt að versla í ákveðinni búð og annað að það sé svo hrætt um pabba sinn í vinnunni að allir eigi að versla á hann öryggisfatnað og gefa honum í jólagjöf! Finnst fólki þetta í lagi? Ekki mér. Þetta fer alveg hroðalega í taugarnar á mér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband