14.9.2008 | 19:40
Hvað er faraldur?
Ég las í blöðunum fyrir einhverjum dögum að offita væri faraldur. Þeir faraldrar sem ég kannast við hingað til eru allir af sömu tegund: Bráðsmitandi pestir sem berast manna á milli og erfitt að ráða við. Offita er ekki þannig. Hún er ekki smitandi en vissulega mjög erfið viðureignar og því miður hrjáir hún marga. Allt of marga. Er það nóg til að vera faraldur? Eða er þetta kannski spurning um pólitík þannig að um leið og búið sé að samþykkja offitu sem faraldur þá sé hún líka orðinn sjúkdómur sem hægt sé að vinna gegn með alþjóðlegum styrkjum úr heilbrigðisgeiranum, t.d. frá ES eða SÞ? Einhvern tíma var mér sagt að það væri þess vegna sem alkohólismi hefði verið skilgreindur sem sjúkdómur hér á árum áður. Ég veit ekki meira um það.
Ég er ekki sátt við að skilgreina afleiðingar neysluvenja sem sjúkdóm. Sama hvaða neysla það er. Það hlýtur að vera hægt að berjast gegn slæmum afleiðingum neyslu með öðrum leiðum en að gera okkur öll að sjúklingum. Mér sýnist ganga nokkuð vel, hægt en örugglega, að berjast gegn reykingum. Þó er enginn greindur reykingasjúklingur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.