6.11.2008 | 20:31
Ekki keyra á!
Núna er ekki góður tími til að klessa bílinn sinn! Ekki einu sinni þó hann sé í kaskó!
Systir mín og mágur voru að lenda í því að eyðileggja 2ja ára gamla bílinn sinn í árekstri. Sem betur fer meiddist enginn. Bíllinn var í kaskó svo þetta var ekkert stórmál..... ja, eða hvað???
Bílasamningurinn sem var á bílnum var tryggður í erlendri mynt þannig að þrátt fyrir að tryggingafélagið (TM) hefði borgað þeim mjög gott verð fyrir bílinn þá skulda þau enn rúmlega 1,5 milljónir!!
Þar sem að þau voru í sjálfskuldarábyrgð á samningnum þurfa þau að borga þó ekki sé neinn bíllinn lengur. Við vorum nú öll sammála um að það gæti ekki orðið mikið mál að ganga frá eftirstöðvunum - þau myndu bara halda áfram að borga, eða eitthvað álíka, en annað kom á daginn! Fjármögnunarfyrirtækið (SP fjármögnun) sagði þeim nánast að éta það sem úti frýs! Samningurinn er bara gjaldfelldur og ekki orð um það meir! Jú, einstaka aðili hafði fengið að dreifa greiðslum á 6 mánuði en þá með tryggingum! Duhh!! Hver á eiginlega 1,5 millur aukalega til að greiða á 6 mánuðum?
Jæja, þau sneru sér þá til bankans "síns" (eigum við þá ekki alla núna) í þeirri trú að bankinn myndi aumkva sig yfir þau (tek fram að þau eru MJÖG skilvís!) en nei, enga peninga að hafa þar núna. Bankinn benti þeim á að tala við lífeyrissjóðina. Eftir því sem ég best veit lána lífeyrissjóðir einungis gegn fasteignaveði og það undir eitthvað ósköp lágri veðprósentu. Veit ekki hvort það sleppur hjá þeim. Enda hundfúlt að þurfa að veðsetja húsið sitt til að kaupa bíl sem er ekki lengur til!!
Svo að mitt ráð til ykkar allra þarna úti:
EKKI KLESSA BÍLINN YKKAR!
Athugasemdir
Við í vinnunni erum einmitt búnar að vera að tala um hvað myndi gerast ef svona mál kæmi upp. Gott að fá að heyra svona sögur. En samt ömurlegt að lenda í þessu og vonandi fer þetta á sem besta hátt fyrir þau.
Mummi Guð, 6.11.2008 kl. 23:06
Örlítil leiðrétting, fulltrúinn sem ég talaði við í bankanum benti mér í góðmennsku sinni á að athuga hvort ég gæti ekki fengið lífeyrissjóðslán frekar en að taka bankalán, það væri að öllum líkindum á betri kjörum. Bankinn nefnilega lánar verðtryggð lán á 11% vöxtum og óverðtryggð á 24%. Ef ekki gengur að fá lán hjá lifeyrissjóðnum tala ég aftur við bankann.
Hildur (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:54
Vá,,,,,,bara gangi þeim vel systur þinni og mági að redda þessu,,,,,úfffff
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:21
úfffffffffffff
Einar Bragi Bragason., 13.11.2008 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.