6.12.2008 | 10:54
Ræður Ingibjörg Osló?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Utanríkisráðherra, skrifaði í gær undir samkomulag um bann við notkun klasasprengja í Osló. Þessi setning var endurtekin hvað eftir annað í fréttum Rásar 2 núna í vikunni. Það varð til þess að upp spruttu nokkrar spurningar:
1. Hver vildi nota klasasprengur í Osló?
2. Ræður Ingibjörg í Osló?
3. Ætti hún ekki frekar að banna sprengjurnar hérna heima?
4. Á kannski bara að senda fréttamennina í íslenskukennslu í grunnskóla?
Athugasemdir
Hún er kannski sprengjumálaráðherra í Noregi?, ég bara spyr.....
Guðmundur Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 11:04
góð !
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 13:42
Gleðileg jól.
Mummi Guð, 24.12.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.