Hvernig er þetta hægt?

Ég get ekki ímyndað mér að stjórnendur fyrirtækja og banka séu almennt séð heimskir. En samt eru bankar víða um heim (hef ekki heyrt af því hérlendis) og svo greinilega þetta gamla og góða fyrirtæki að detta í þann fúla pytt að greiða arð eina stundina en stynja undan daglegum rekstri hina. Hvernig er þetta hægt?

Í svona tilvikum finnst manni rétt að taka hluta eða allan kvótann af fyrirtækjum sem haga sér svona. Það væri hægt ef þjóðin ætti kvótann. Einmitt útaf svona hlutum og fullt af öðrum vil ég að þjóðin eigi fiskinn í sjónum en ekki misvitrir og gráðugir kvótakóngar.


mbl.is Arðgreiðsla móðgun við fiskvinnslufólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Hafa menn ekkert lært? Þeir gætu alveg eins hrækt framan í starfsfólkið.

Davíð Löve., 12.3.2009 kl. 15:50

2 identicon

Græðgi og siðblinda,eru orðin sem spanna þessar ákvarðanir Grandamanna. Þeir eru allavega ekki grandvarir, gagnvart sínu verkafólki!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:55

3 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Starfsfólkið getur gengið út, hætt að vinna fyrir þessa menn, hvar stæðu þeir þá?  Það er nefnilega þannig að ef ekkert starfsfólk er, þá eru engar afurðir og viti menn!!!!, engir peningar.

Guðmundur Guðmundsson, 13.3.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband