Ha??

Ég er oft tilbúin til að trúa því að ekki sé allt ljóst í sambandi við það sem fer fram á milli tveggja einstaklinga þegar enginn annar sér til. En ekki núna!

Héraðsdómur segir ljóst að "drengurinn" nauðgaði konunni. Hann sleppur vegna tækigalla! Hver í fj..$#"&#$% á að vorkenna svona aumingja???  Vona að hann eigi sem erfiðast líf fyrir höndum. Fórnarnlambið hans á það án nokkurs vafa.


mbl.is Sat inni frá 19. mars sl.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getuleysi

Hvað er eiginlega að gerast hjá embætti saksóknara? Hvernig stendur á því að vikum og mánuðum saman er málum sem þeir ganga frá til héraðsdóms hent út? Er til of mikils ætlast að embættið viti hvernig lögin virka og þekki skilgreiningar hugtaka í lögum?

Skv. þessari frétt er ástæða sýknudóms sú að kæran sem lögð er fram passar ekki við lagalega skilgreiningu á ofbeld. Hvernig í ósköpunum gat saksóknari ekki vitað að kærur og kæruefni þurfa að passa við glæpinn? Af hverju var kæran ekki orðuð öðruvísi eða a.m.k. lögð fram varakrafa fyrir dómi? Hafa þeir ekkert lært í vandvirkni t.a.m. af Baugsmálum?

Nú er ofbeldismaður laus úr fangelsi þrátt fyrir að héraðsdómur viðurkenni að hann hafi nauðgað stúlkunni. Það sem meira er, ætli ríkið verði ekki að greiða honum skaðabætur fyrir að hafa setið "saklaus" í gæsluvarðhaldi þennan tíma?

Jæja..... ætli hann hefði ekki verið látinn laus þó hann hefði verið dæmdur sekur. Hann er búinn að sitja í gæsluvarðhaldi í rúma 3 mánuði. Dómar fyrir svona afbrot hafa ekki verið mikið merkilegri en það. En maður er samt reiður og hissa....


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prinsessa í tjaldi

Þegar ég var lítil las ég söguna um prinsessuna á bauninni. Til marks um hvað hún væri mikil prinsessa var að hún fann fyrir einni baun í gegnum stafla af dýnum. Ég er svoleiðis. Þess vegna held ég að ég hljóti að vera hin eiginlega íslenska prinsessa.

Mér þykir mjög gaman í útilegum. Mér finnst dásamlegt að skoða okkar stórbrotna land. Ég vil hins vegar alls ekki vera í tjaldi. Það virðist vera alveg sama hversu gott veðrið er eða hversu mikið ég er klædd eða óklædd, svefnpoki eða sæng; Ég hristist úr kulda allar nætur.  Í útilegum virðist ég alltaf þurfa að pissa um miðjar nætur. Mér finnst ekki gaman að pissa úti.

Síðan ég fékk tjaldvagninn hef ég ferðast svolítið mér til ánægju. Mér verður ekkert endilega kalt á nóttunni þó það komi fyrir. Ég þarf ekki heldur að baksa við að skríða fram og til baka í tjaldinu. Vagninn er í rauninni frábær. En mikið vill meira. Það er ekki hægt að fara hvert sem er með hann. Ég get ekki skoðað hálendið með hann í eftirdragi. Það hefur verið reynt og er ekki sérlega sniðugt. Komst með hann í Landmannalaugar. Sem betur fer var mjög lygnt þá nóttina því það er ekki sérlega merkilegur jarðvegur þar og alls ekki ætlaður til að hæla niður svona tjaldflykki.

Þess vegna langar mig núna í pallhýsi. Skella einni slíkri íbúð á pallinn á vinnubílnum og halda til fjalla. Þá get ég farið mikið víðar en áður. Ekki alveg hvert sem er, en mikið víðar. Svo get ég líka stoppað þar sem mér sýnist hvort sem þar er grasstrá eða ekki.  Hausverkurinn er hins vegar þessi: Er réttlætanlegt að skuldsetja sig fyrir 1 millu fyrir þægindin? Þó maður sé prinsessa......


Börnin okkar

Oft er sagt að tímarnir séu breyttir frá því þegar við vorum að alast upp og því sé ekki hægt að bera saman uppeldi okkar og uppeldi barnanna okkar. Sumt er þó alls ekki breytt.

Það að börn þurfa aga og staðfestu hefur ekki breyst. Það að foreldrar bera ábyrgð á börnunum sínum hefur heldur ekki breyst. Það hefur heldur ekki breyst að ef börn eru illa upp alin, vælin, frek og leiðinleg þá er foreldrum þeirra um að kenna.

Hverni g stendur á því að foreldrar leyfa börnum sínum að vera með kjafthátt og dónaskap við foreldra sína – og jafnvel ömmu og afa? Ég hef séð litla grislinga taka frekjuflog í verslunum og eftir að vera búin að grenja góða stund er mömmu eða pabba gefið gott spark í sköflunginn. Það virðist ekki kalla á nein sérstök viðbrögð – jú, iðulega eru börnin verðlaunuð með því að fá það sem það vildi.  Svona er hægt að halda lengi áfram.

Oftast þegar rætt er um breytta tíma og agaleysi ungviðisins er tímaleysi með breyttum tímum kennt um. Það er bara ekki nóg. Fólk sem kýs að vera foreldrar verður að gera sér grein fyrir því að það kostar tíma og vinnu. Ég á þá ekki við tímann sem fer í að keyra barnið á milli tómstundaiðkunar.

Mikill hluti foreldra vinnur fullan vinnudag. Það þýðir að stærstur hluti tímans sem foreldrið hefur með barninu er tíminn sem fer á morgnanna í að koma barninu á fætur og í skólann eða leikskólann. Seinnipartinn þarf svo að versla, sinna heimanámi, borða kvöldmat og koma krílunum aftur í háttinn. Augljóslega er þarna tímaskortur. Jafn augljóst er að í svona stöðu er ekki hægt að bæta við mætingu í ræktina, ljósatíma, námsflokkunum, Lions eða hvað þetta heitir nú allt. Spurningin er s.s. um forgangsröðun.  Hvort er mikilvægara að gefa sjálfum sér tíma eða börnunum?

Þeir sem ekki eru til í að fórna því sem þarf, hverju sem þarf, til þess að tryggja að börnin sem þeir ákveða að eignast geti orðið heilbrigðir einstaklingar, ættu að sleppa því að eignast börn.

Það ber nefnilega enginn ábyrgð á uppeldi barnanna okkar nema við.


Upphafið

Einu sinni ákvað ég að ég myndi aldrei blogga...... Síðan hef ég sífellt oftar fylgst með skoðanaskiptum á bloginu. Er svo í seinni tíð farin að hafa skoðanir á ýmsum hlutum. Ákvað að prófa að tjá mig um þær og sjá svo til......

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband