12.9.2008 | 17:25
immug klukkaði mig..... úfff....
Jæja, ég skorast ekki undan þessari vitleysu og hér koma þessar vita gagns- og tilgangslausu upplýsingar: (mjög sjaldgæft að finna slíkt í bloggheimum! )
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:Kaupakona í sveit.
Roðfletti síld.
Skrifstofumær.
Vörubílstjóri.
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:Steel Magnolias
French Kiss
I Kina spiser de hunde
The Fifth Element (það er nú svona einkadjók...)
Fjórir staðir sem ég hef búið á:Hafnarfjörður
Neskaupstaður
Garðabær
Reykjavík (lang sísti staðurinn)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:House
CSI: New York
Eiginlega horfi ég ekki á sjónvarp.....Engir þættir þar sem eru ómissandi.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:Víða farið um landið okkar
Slóvenía
Ítalía
Mallorka
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:mbl.is
visir.is
ruv.is
Er ekkert mikið að "sörfa"Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Ostakökur
Ostar m. kexi og sultu ( þrátt fyrir að vera með mjólkuróþol!)
Thailenskur matur
Lambið íslenska er líka lostæti
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:Hef bara lesið eina bók oft: Topper. Eldgömul bók sem afi minn eignaðist einhvers staðar óinnbundna og batt inn sjálfur. Þetta er brjálæðislega fyndin draugasaga sem var kvikmynduð 1937 og Cary Grant lék í henni. http://www.imdb.com/title/tt0029682/
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka:saxi
maggao
bylgja.com
Svo ælta ég ekki að ónáða fleiri og vona að þetta verði einhverjum til gagns og ánægju. Til hvers væri þetta annars?
Athugasemdir
Var annars ekki bara gaman að taka þátt í að bæta við alveggersamlegatilgangslausar ufflýsingar Internetssins?
Guðmundur Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 19:38
Þannig að ég neyðist til að fara að blogga?
Bylgja (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:06
Jebb.... bara smávegis!
Björg Árnadóttir, 19.9.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.