Eigum við að kjósa núna?

Ég hef undanfarið orðið vör við að ýmsir sem vilja breytingar á stjórn landsins kalla eftir því að það verði kostið til Alþingis sem fyrst. Jafnvel ekki seinna en í vor.

Þetta er rökhugsun sem ég skil bara ekki. Ef við kjósum strax þá eru eftirtaldir möguleikar í boði:

   Sjálfstæðisflokkur og Samfylking:  Koma ekki til greina ef verið er að kalla eftir breytingum

   Framsókn:  Var við stjórn meðan góðærið var sem mest og mörg ár á undan þannig að þeir koma ekki til greina.

   Vinstri grænir:  Steingrímur J. stendur fyrir sínu, skoðanafastur og skarpur karl. En erum við sannfærð um að hans stefna sé sú rétta og það séu nógu margir í hans flokki af sama sauðahúsi til að þeir geti stjórnað landinu?

   Frjálslyndir:  Svei mér þá.... þennan flokk fatta ég ekki. Það er nefnilega fleira í landinu en fiskkvóti!

Ég sé semsagt ekki að kostningar núna kæmu neinu til leiðar öðru en að trufla núverandi valdhafa við að rembast við að koma einhverju í lag aftur. Nógu eiga þeir erfitt með það núna ótruflaðir þó þeir þurfi ekki líka að fara að reyna að halda á litlum börnum á kostningafundum og reyna að selja okkur þá hugmynd að það sé enginn betur fær um að stjórna landinu en einmitt þeir.

Eina leiðin til að fá fram raunverulegar breytingar er að láta karlfauskana sem klúðruðu þessu reyna að redda því helsta næstu mánuði. Á þessum mánuðum þurfum við, fólkið í landinu, að finna nýtt fólk, okkur sjálf, til að bjóða sig fram til starfa fyrir landið.

Það er enginn tilgangur að halda kostningar með sama fólkið í fararbroddi og nú er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég er sammála þér að vera ekki að fara í kosningar núna. Við fáum hvort sem er alltaf sama pakkið. Ástandið er þannig að Árni Johnsen er orðinn heiðarlegasti sjálfstæðimaðurinn á þingi

Mummi Guð, 1.11.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Björg: Ég er alveg sammála þér að kosningar nákvæmlega núna eru glapræði! Flokkarnir þurfa að vinna sína vinnu ekkert síður en ríkisstjórnin. Það þarf að skoða allt frá grunni. Hjá Sjálfstæðisflokknum þarf að skoða stefnuskrá og hugmyndafræði og svo auðvitað forystuna og frambjóðendur.

Það er allt undir á tímum sem þessum.

Mummi: Rétt hjá þér.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband