14.11.2008 | 10:15
Súkkulaði
Ég er búin að komast að því af hverju það er aldrei notað rjómasúkkulaði til að hjúpa konfekt og kökur og þessháttar. Það nefnilega stífnar ekki!
Ég s.s. útbjó nokkra konfektmola eftir eigin hugdettu og ákvað að hjúpa þá með rjómasúkkulaði. Það er voða gott en ekki nokkur leið að geyma þá eða taka upp með fingrunum nema verða allur í klíningi. Svo núna sitja molarnir í ísskápnum og bíða eftir að verða hjúpaðir utanum rjómasúkkulaðið með hjúpsúkkulaði. Það verður ekki verra - enn meira súkkulaði og það er sko bara til bóta!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.