Frosin lán

Núna virðist frelsun okkar skuldaranna felast í því að "frysta" erlendu lánin okkar. Annar hver maður virðist hafa stormað í bankann og fengið nokkura mánaða frost á skuldirnar. Ég held að þetta geti verið töluvert áhættusamt og ég held líka að það sé stór hluti fólks sem alls ekki skilur hvað það er að gera í raun og veru.

Tilgangurinn með þessari frystingu er bara einn: Tekinn er séns á að gengi íslensku krónunnar verði hagstæðara skuldurum þegar frostakaflanum lýkur en það er nú.

En hversu miklar líkur eru á því í raun og veru? Núna eru 6 vikur síðan hrunið fór af stað og enn eru engar líkur á að krónan styrkist á næstunni og sérfræðingar virðast sammála um að hún geti vel átt eftir að falla töluvert í viðbót. Ef það gerist, verður skuldin og afborgunin enn hærri í lok frostakaflans en hún er núna.

Einnig hef ég heyrt á fólki að það haldi að lánin séu fryst á þann hátt að þau hætti að hækka. Það er alls ekki rétt. Eina sem gerist er að afborganirnar sem annars hefðu verið greiddar á venjulegum tíma eru færðar aftur fyrir lánið og það þannig lengt eða þá að geymdu afborgununum er deilt á eftirstöðvarnar þannig að hver afborgun um sig hækkar sem því nemur. Svo er veðjað á gengið, að það verði betra þá en nú. Við komum alltaf til með að borga - spurningin er bara hvenær og á hvaða gengi.

Ég er ekkert viss um að krónan verði komin niður fyrir núverandi gengi eftir 3 mánuði. Ég vona það, en ég myndi ekki veðja svo mikið sem túkalli um það. Ef hún verður það ekki þá sitja allir skuldarar erlendra lána í enn verri súpu en þeir hefðu gert ef þeir hefðu ekki fryst lánin sín.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég er sammála þér, ég held að fólk sé að misskilja þessa frystingu illilega. Þetta er mjög gott fyrir þá sem eru komnir í mikil vandræði, en ég hef bara heyrt af fullt af fólki sem sækir um frystingu lána vegna þess að þá eigi þau meiri pening núna og geta gert meira. Að frysta lán á aldrei að vera annað en neyðarráðstöfun, en því miður er fullt af fólki sem heldur annað.

Mummi Guð, 15.11.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Já, það er nefnilega máið að fros=frest, ekki kannski málfræðilega rétt en inntakið ætti að skiljast.  Svo er líka annað, mér hefur skilist að þeir sem eru í vanskilum, fái ekki svona fyrirgreiðslu.  Það eru jú þeir sem þurfa helst á fyirrgreiðslu að halda.  Þetta kann þó að hafa breyst. 

Guðmundur Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband