24.11.2008 | 20:47
Jólaljósin
Hafið þið tekið eftir því hvað fólk er að kveikja fyrr á jólaljósunum en áður?
Mér finnst það að minnsta kosti og í þetta skiptið er ég alveg sátt við það. Það er kolniða myrkur úti, ekkert nema vesen og volæði í kringum okkur svo það er ekki nema gott að lýsa aðeins upp hjá okkur umhverfið og fegra það.
Til gamans læt ég fylgja með myndir af skreytingum sem ég dundaði mér við að útbúa í dag. Aðventukransinn þarf að vera tilbúinn fyrir næstu helgi svo ég skellti mér bara í að útbúa hann strax. Tilbreyting frá því að vera alltaf á sprettinum á síðustu stundu eða vera jafnvel að útbúa hann einhverjum dögum eftir byrjun aðventu!
Svo skelli ég líka inn mynd af Hrönn og Tristan svona til gamans.
Myndin var tekin 16. eða 17. nóvember s.l.
Athugasemdir
ja hérna... mér leiddist (á ss að vera að læra undir próf) og fór í favorites og rakst þar á linkinn á síðuna þína. Alveg skammast ég mín fyrir að láta líða svona langt á milli heimsókna á síðuna!
En það sem ég vildi sagt hafa, æðislegar skreytingar!! ohh hvað mig hlakkar til að leggja í eina eða tvær svona.
kv erla
Erla Ösp (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.