18.3.2009 | 22:46
Þarna á starfsfólk að loka!
Ef einhver dugur er í verkalýðsforystu, starfsmannafélagi og starfsmönnum þessa fyrirtækis á það að ganga út og ekki mæta til vinnu fyrr en þessi ákvörðun hefur verið dregin til baka og þær launahækkanir sem ekki var hægt að standa við verða aftur teknar inn eins og lagt var fyrir í samningum.
Ef þeir geta borgað sjálfum sér þessa milljarða, geta þeir allt eins og miklu frekar geymt þá í nokkra mánuði á bók og mjatlað af þeim smátt og smátt í launagreiðslur til starfsmanna. Þá fá þeir meira að segja vexti!
Þetta má ekki fyrir nokkurn mun líðast!
Hreinlega siðlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
HA.......miljarða.....það er verið að tala um 200 miljónir eða eitthvað svoleiðis sem er nú bara iss piss í dag.
Ef ég ætti fyrir tækið og fólkið gengi út væri það rekið og störfin kannski auglýst það er jú nóg af fólki......sjálfur væri ég til að skipta um starf en í dag sleppi ég þessari vinnu ekki....það getur verið dýrt að hætta útaf einverju prinsip máli í dag þegar það er hægt að kyngja því í bili.
Guðmundur (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:55
Upphæðin skiptir ekki máli, það er hugarfarið, óvirðingin og niðurlægingin sem starfsfólkinu er sýnd.
Og þeir geta ekki sagt öllum upp og fengið aðra! Ef það væri lítill hluti starfsmanna, nógu lítið til að þeir gætu opinberlega kallað þá "undirróðursseggi" eða eitthvað álíka þá gætu þeir skipt um fólk. En það er algerlega útilokað að þeir geti skipt um fólk í heilu fyrirtæki á einu bretti. Ef starfsfólkið þarna heldur það gerir það sjálft lítið úr eigin þekkingu og reynslu - sem er í rauninni allt og sumt sem þetta fyrirtæki hefur. Því ef öll þessi reynsla og þekking fer, þá er þetta fyrirtæki ekkert - ekki frekar en önnur fyrirtæki.
Svo á verkalýðsforystan að vera í forsvari fyrir svona og sjá til þess að fólk fái laun á meðan verkfalli stendur.
Björg Árnadóttir, 19.3.2009 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.