Snobb

Ég ÞOLI EKKI snobb! Bara þoli það alls ekki. Ekki einu sinni þegar ég stöku sinnum verð vör við það hjá sjálfri mér. Þegar það gerist þá reyni ég að tala sjálfa mig til. Og ég verð fúl við sjálfa mig. Ég er búin að vera að melta með mér að skrifa pistil um tónlistarsnobb í góðan tíma. Svo var ég að enda við að lesa pistil í Fréttablaðinu sem varð til þess að ég ákvað að hella aðeins úr mér.

Hvernig geta einhverjir besservisserar ákveðið fyrir allra hönd hvað sé góð músík og hvað sé slæm?? Þá meina ég ekki eitthvert einstakt lag heldur tónlistartegund. Hvernig er hægt að segja að létt dægurtónlist (popp) sé eitthvað ómerkilegri músík en nútíma jass eða hvaða önnur músík sem er?

Ég get ekki betur séð en öll músík eigi rétt á sér. Stundum hentar manni að hlusta á einhverja létta froðu og stundum vill maður sitja einn í myrkrinu og hlusta á eitthvað arfa þungt. Stundum vill maður syngja með hástöfum  og stundum vill maður hlusta nákvæmlega eftir hverju einstöku hljóði. Ég varð t.d. stórlega hissa þegar ég las fyrir einhverju síðan að einhver besservisserinn væri að skammast í Veðurguðunum fyrir að vera að bera slíka froðu sem lagið Bahama er fyrir landsmenn! Kommon! Má alls ekki tralla og skemmta sér? Verður maður endilega að hlusta á Hjaltalín og slíka alltaf alla daga??

Svo tók alveg steininn úr þegar ég las greinina í Fbl. áðan. Þar skrifar Steinþór Helgi Arnsteinsson undir fyrirsögninni "Eurovision-lágmenning" eftirfarandi: "......en væri einhver til í að halda því fram að Eurobandið sé eins góð landkynning og til dæmis Mugison eða Emilíana Torrini (ætla að leyfa mér að sleppa að nefna nöfn á borð við múm, Sigur Rós og Björk)?"

What!!! Ha... ég bara er ekki alveg að ná mér.... Held að þessi gaur sé bara hreinlega ekki í lagi! Mér finnst Mugison og Emilíana æðisleg. En ég myndi frekar hlusta á Eurobandið stanslaust daginn út og daginn inn í 3 mánuði samfleytt en  að hlusta í hálftíma á þunglydislegt vælið í Sigur Rós! Og það sem meira er: Ég er til í að hengja mig uppá að ef farið væri að telja milljónirnar í Evrópu þá væri þannig líka ástatt um þónokkrar milljónir manna þar. Þar fyrir utan hefur enginn þessara listamanna fengið eins góða kynningu eins og Eurobandið með því að standa á sviðinu í þessar 3 mínútur. Tvisvar. Þannig að það að reyna að gera lítið úr kynningarmætti þeirra fyrir land og þjóð með þessum samanburði er algerlega út í Hróa hött!

Mér finnst frábært að Sigur Rós gengur vel úti í hinum stóra heimi. Mér finnst líka frábært þegar hvaða tónlistarfólki sem er gengur vel. Það þýðir að tónlistin þeirra hentar einhverjum. En það þýðir ekki að tónlistin þeirra sé eitthvað merkilegri en tónlistin sem spiluð er á sveitaböllum hér heima á Íslandi. Þeir sem halda því fram ættu að líta niður eitt augnablik og finna hvað það er miklu þægilegra heldur en að hafa regnið stöðugt uppí nasirnar á sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helv,,,, góður pistill hjá þér mín kæra og mikið sammála. Fáðu svona m-ræpu annað slagið, þú ert fín í þessu

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Þú stalst glæpnum!!

Ég rak einmitt augun í þennan sama pistil í Fbl.  Nennti að vísu ekki að lesa hann frekar en alla hina "Júróvisjón lágmenning"ar pistlana sem eitthvað, örugglega annars ágætt fólk, nennir að skrifa á þessum tíma á hverju ári.  Ég persónulega er ekki lengur neitt uppveðrarður yfir júróvisjón lengur, en atriðið var flott hjá þeim.  Það var gaman hjá þeim og það skilaði sér í gegn.  Ég tel þau verðuga fulltrúa okkar á þessum vettvangi og fína landkynningu.  Áfram Júróband!  Niður með úrtöluliðið!

Guðmundur Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú ert í dag uppáhalds skólasystir mín.........

Einar Bragi Bragason., 24.5.2008 kl. 02:02

4 Smámynd: Mummi Guð

Góður pistill og ég er alveg sammála þér. Það er annað sem fór og fer mikið í taugarnar á mér, það er þegar þessi blessaði einstaklingur fer tala um landkynningu. Það er eins og að tónlist sé ekki góð fyrr en útlendingar finnist hún góð. Ég er miklu sáttari við Bahama, þó að þunglyndir útlendingar vilja frekar hlusta á Sigur Rós. Sama með Eurovision, þó Eurovision-keppnin sé ekki hátt skrifuð út í heimi, þá er hún það á Íslandi og þessi keppni sameinar þjóðina líkt og áramótaskaupið og allir hafa álit á keppninni, hún er krydd í tilveruna hjá okkur og meira bið ég ekki um.

Mummi Guð, 25.5.2008 kl. 07:46

5 identicon

Ég las þessa grein og hugsaði nákvæmlega það sama. Hver er mælistikan á lágmenningu og hámenningu og að halda að krúttkynslóðin og Mugison séu eitthvað æðri öðrum lýsir þvílíkum hroka að það hálfa væri nóg.

Hins vegar fannst mér Rússinn lang flottastur og hin besta landkynning fyrir skautaíþróttina og Weet háreyðingarkrem

Bylgja (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband