Ræður Ingibjörg Osló?

„Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Utanríkisráðherra, skrifaði í gær undir samkomulag um bann við notkun klasasprengja í Osló.“ Þessi setning var endurtekin hvað eftir annað í fréttum Rásar 2 núna í vikunni. Það varð til þess að upp spruttu nokkrar spurningar:

1.       Hver vildi nota klasasprengur í Osló?

2.       Ræður Ingibjörg í Osló?

3.       Ætti hún ekki frekar að banna sprengjurnar hérna heima?

4.       Á kannski bara að senda fréttamennina í íslenskukennslu í  grunnskóla?


Smá yfirlit

Mikið að gerast og lítill tími en enn minni nenna hjá minni.

Var með aðventu-piparkökuskreytinga-fjölskyldusamkomu á sunnudag. Kom fullt af fólki og skreytti piparkökur, spjallaði og fékk sér gott í gogginn. Gaman að það hittist svo vel á að Pétur tengdapabbi var í bænum og hann og Solla komu líka. Mjög vel heppnað finnst mér.

Búin að skreyta húsið að utan. Ferlega glæsilegt finnst mér Grin Er ekkert að skafa utan af því. Ég nenni hins vegar ekki út núna til að taka mynd af því og setja hingað inn. Hún kemur kannski einhvern næstu daga.

Ég er komin í vinnu. Eftir að hafa sparað við mig jólaundirbúninginn í nóvember af því ég hefði svo góðan tíma framundan er staðan orðin þannig að líkast til verður maður sofandi á jólunum ef einhver tími fæst til að versla í matinn! Blush  En þetta er bara fínt!  Ég er semsagt komin á gamla staðinn í tímabundið verkefni sem verður brjáluð vinna í ca. 2 mánuði og síðan rólegt næstu 2 þar á eftir. Veit ekki hvað verður eftir það, kemur bara í ljós.

Ég verð s.s. ekki mikið heima hjá mér á næstunni og enn minna í bloggfæri. Þannig að það er ekkert víst að það verði mikið um bloggfærslur næstu daga eða vikur.


Jólaljósin

SkreytingarHafið þið tekið eftir því hvað fólk er að kveikja fyrr á jólaljósunum en áður?

Mér finnst það að minnsta kosti og í þetta skiptið er ég alveg sátt við það. Það er kolniða myrkur úti, ekkert nema vesen og volæði í kringum okkur svo það er ekki nema gott að lýsa aðeins upp hjá okkur umhverfið og fegra það.

Til gamans læt ég fylgja með myndir af skreytingum sem ég dundaði mér við að útbúa í dag. Aðventukransinn þarf að vera tilbúinn fyrir næstu helgi svo ég skellti mér bara í að útbúa hann strax. Tilbreyting frá því að vera alltaf á sprettinum á síðustu stundu eða vera jafnvel að útbúa hann einhverjum dögum eftir byrjun aðventu! Whistling

Hrönn og TristanSvo skelli ég líka inn mynd af Hrönn og Tristan svona til gamans. Kissing

Myndin var tekin 16. eða 17. nóvember s.l.


Hvernig er þetta hægt?

Hvernig er hægt að ganga svona hart fram í sparnaði á jafn stóru svæði og hér er um að ræða? Það er ekki eins og þessi skurðstofa og fæðingadeildin hafi staðið meira og minna ónotuð og því verið óþörf, það er öðru nær!

Í sumar stóð til að loka bráðamóttökunni sem er daglega frá 16-20. Sem betur fer var hætt við það enda var hún mikið notuð. Það varð samt ekki til þess að læknarnir hefðu ekki neitt að gera um miðjan daginn, nei, eftir sem áður er nokkura daga bið eftir tíma um miðjan daginn. Þannig að ég get ekki séð að það hafi verið svigrúm til að stytta opnunartímann hjá þeim.

Í sumar var skurðstofunni lokað vegna sumarleifa. Meðan á því stóð voru allar konur á meðgöngu sem voru skilgreindar í áhættu sendar til að fæða í Reykjavík. Gott og blessað. En það er bara ekki alltaf vitað fyrirfram hvernig fæðing fer fram! Hann Tristan okkar kom í heiminn í sumar einmitt þegar skurðstofan var lokuð. Með smá baksi og brölti komst drengurinn óskaddaður í heiminn. Móðirin var hins vegar illa farin og þurfti á aðstoð saumastofu að halda. Enginn læknir á vakt og engin skurðstofa! Þess vegna stóð til að pakka henni sundurtættri í sjúkrabíl ásamt barninu og keyra með hana til Reykjavíkur og síðan aftur til baka þegar þeir væru búnir að sinna henni! Til allrar hamingju sýndi sig þarna að það getur verið gott að búa í litlu samfélagi því ljósan hringdi í lækni á staðnum sem stóð upp frá matargestunum sínum til að koma og sinna hinni nýbökuðu móður. Hann á þakkir skildar!

Þetta var ekkert stóralvarlegt tilvik og fór að auki á besta veg. En hvað ef eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir? Hvað ef barn eða móðir þarf óvænt á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda? Á þá að bjóða þeim í bíltúr til Reykjavíkur? Sá bíltúr getur tekið allt of langan tíma til þess að það sé verjandi að láta öll nauðsynleg tól og tæki standa ónotuð í næsta herbergi við hliðina!


mbl.is HSS segir upp fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölþjóðasamfélagið

Gert við indverskættaðan svía

Sænskur bíll, framleiddur á Indlandi er staðsettur á Íslandi. Var í gær handsalaður dönskum manni fyrir samevrópska seðla til útflutnings til Rússlands.

Svona er fjölþjóðasamfélagið í dag. Smile


Frosin lán

Núna virðist frelsun okkar skuldaranna felast í því að "frysta" erlendu lánin okkar. Annar hver maður virðist hafa stormað í bankann og fengið nokkura mánaða frost á skuldirnar. Ég held að þetta geti verið töluvert áhættusamt og ég held líka að það sé stór hluti fólks sem alls ekki skilur hvað það er að gera í raun og veru.

Tilgangurinn með þessari frystingu er bara einn: Tekinn er séns á að gengi íslensku krónunnar verði hagstæðara skuldurum þegar frostakaflanum lýkur en það er nú.

En hversu miklar líkur eru á því í raun og veru? Núna eru 6 vikur síðan hrunið fór af stað og enn eru engar líkur á að krónan styrkist á næstunni og sérfræðingar virðast sammála um að hún geti vel átt eftir að falla töluvert í viðbót. Ef það gerist, verður skuldin og afborgunin enn hærri í lok frostakaflans en hún er núna.

Einnig hef ég heyrt á fólki að það haldi að lánin séu fryst á þann hátt að þau hætti að hækka. Það er alls ekki rétt. Eina sem gerist er að afborganirnar sem annars hefðu verið greiddar á venjulegum tíma eru færðar aftur fyrir lánið og það þannig lengt eða þá að geymdu afborgununum er deilt á eftirstöðvarnar þannig að hver afborgun um sig hækkar sem því nemur. Svo er veðjað á gengið, að það verði betra þá en nú. Við komum alltaf til með að borga - spurningin er bara hvenær og á hvaða gengi.

Ég er ekkert viss um að krónan verði komin niður fyrir núverandi gengi eftir 3 mánuði. Ég vona það, en ég myndi ekki veðja svo mikið sem túkalli um það. Ef hún verður það ekki þá sitja allir skuldarar erlendra lána í enn verri súpu en þeir hefðu gert ef þeir hefðu ekki fryst lánin sín.  


Súkkulaði

Ég er búin að komast að því af hverju það er aldrei notað rjómasúkkulaði til að hjúpa konfekt og kökur og þessháttar.  Það nefnilega stífnar ekki! Cool

Ég s.s. útbjó nokkra konfektmola eftir eigin hugdettu og ákvað að hjúpa þá með rjómasúkkulaði. Það er voða gott en ekki nokkur leið að geyma þá eða taka upp með fingrunum nema verða allur í klíningi. Svo núna sitja molarnir í ísskápnum og bíða eftir að verða hjúpaðir utanum rjómasúkkulaðið með hjúpsúkkulaði. Það verður ekki verra - enn meira súkkulaði og það er sko bara til bóta! Grin


Ráðinn!

Er ekki hægt að ráða karlinn sem skipstjóra á skútuna?? Ég er sko alveg til í að borga svona karli ja... alveg bankastjóralaun til að koma og redda þessu. Ég er líka nokkuð viss um að hann hefur engra eiginhagsmuna að gæta í einkarekstri hérna og ekki heldur þörf fyrir að halda andliti gagnvart gömlum og ómögulegum stefnum.

Ráðum hann!! Grin


mbl.is Gætum hæglega sleppt IMF-láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki keyra á!

Núna er ekki góður tími til að klessa bílinn sinn! Ekki einu sinni þó hann sé í kaskó!

Systir mín og mágur voru að lenda í því að eyðileggja 2ja ára gamla bílinn sinn í árekstri. Sem betur fer meiddist enginn. Bíllinn var í kaskó svo þetta var ekkert stórmál..... ja, eða hvað???

Bílasamningurinn sem var á bílnum var tryggður í erlendri mynt þannig að þrátt fyrir að tryggingafélagið (TM) hefði borgað þeim mjög gott verð fyrir bílinn þá skulda þau enn rúmlega 1,5 milljónir!! Crying

Þar sem að þau voru í sjálfskuldarábyrgð á samningnum þurfa þau að borga þó ekki sé neinn bíllinn lengur. Við vorum nú öll sammála um að það gæti ekki orðið mikið mál að ganga frá eftirstöðvunum - þau myndu bara halda áfram að borga, eða eitthvað álíka, en annað kom á daginn! Fjármögnunarfyrirtækið (SP fjármögnun) sagði þeim nánast að éta það sem úti frýs! Samningurinn er bara gjaldfelldur og ekki orð um það meir! Jú, einstaka aðili hafði fengið að dreifa greiðslum á 6 mánuði en þá með tryggingum! Duhh!! Hver á eiginlega 1,5 millur aukalega til að greiða á 6 mánuðum?

Jæja, þau sneru sér þá til bankans "síns" (eigum við þá ekki alla núna) í þeirri trú að bankinn myndi aumkva sig yfir þau (tek fram að þau eru MJÖG skilvís!) en nei, enga peninga að hafa þar núna. Bankinn benti þeim á að tala við lífeyrissjóðina. Eftir því sem ég best veit lána lífeyrissjóðir einungis gegn fasteignaveði og það undir eitthvað ósköp lágri veðprósentu. Veit ekki hvort það sleppur hjá þeim. Enda hundfúlt að þurfa að veðsetja húsið sitt til að kaupa bíl sem er ekki lengur til!!

 Svo að mitt ráð til ykkar allra þarna úti:

EKKI KLESSA BÍLINN YKKAR!


Helgin

Búin að fá mig pakksadda af ógeðisfréttum og umræðum um þær svo ég ætla að taka saman helgina:

Við systurnar keyptum í vikunni 1/2 nautsskrokk af mömmu og pabba. Þegar við vorum að ganga frá kjötinu urðum við sammála um að það væri alveg tilvalið að prófa kjötið sem allra fyrst og ákváðum að grilla það saman á laugardagskvöldið. Frábær hugmynd! Smile

Siggi og Hrönn voru að vinna á laugardag. Þegar Hrönn kom heim dressaði hún sig upp í grímubúning  Bandit til að fara í Halloween partý til Hönnu og Mortens þar sem hún gisti svo á eftir. Við Siggi og Árni Þór fórum hins vegar hérna yfir götuna í grill og fleira góðgæti hjá Hildi og Sigga.

Siggi hennar Hildar sá um eldamennskuna að mestu leiti. Við komum með eitthvað af kjötinu og ég útbjó fyllta sveppi og svo lögðum við reynar með okkur líka smá borðvín sem við reyndar komumst aldrei til að drekka.  Með kjötinu voru fyrrnefndir sveppir, ferskt salat, fetaostur, tvær teg af kartöflum, ólífubrauð og eitthvað fleira sem ég man ekki eftir. Þegar við vorum búin að melta þetta smá stund var svo borið fram créme brulé. Ferlega gott!

Fyrir utan allan matinn sem við átum þá sátum við og spjölluðum og hlógum allt kvöldið þangað til um miðnætti þegar allir voru búnir að fá nóg. Rosalega mátulegt og skemmtilegt. Halo

Á sunnudeginum var ákveðið að baka pönnukökur. Hrönn kom heim og Hanna og Heiða komu stuttu seinna með Tristan. Þær voru nú ekkert ofursprækar eftir skemmtunina kvöldið á undan. Reyndar voru Hanna og Hrönn vara þreyttar en Heiða var.... ja, hún svaf mjög vært í sófanum eftir pönnsurnar! Wink  Hildur og Siggi röltu líka yfir með stelpurnar og fengu sér pönnsur.

Tristan stækkar og stækkar og heldur áfram að vera myndarlegur. Ungbarnabílstóllinn sem á að duga þar til börn eru ca. 6 mánaða er að verða of lítill þó guttinn sé rétt tæpra 4 mánaða. Ég steingleymdi að taka mynd af honum en set inn mynd næst þegar ég fæ góða.

Helgin var s.s. bara ljómandi notaleg með vinum og fjölskyldu. Vona að þannig hafi verið hjá fleirum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband